Borgin hefur löngum verið miðpunktur nýjunga á mörgum sviðum og fjölbreytileik mannlífsins er mikill -, þetta er jú borg sem aldrei sefur.
Margir hafa farið til New York, vafrað um í kringum Time Square, farið í Frelsisstyttuna, séð sýningu á Broadway, labbað um í Central Park og jafnvel kíkt á Guggenheim safnið. Og þeir sem þangað koma vilja auðvitað versla, enda frábært úrval að verslunum og verslunarmiðstöðum.
En New York er svo miklu meira ! Að demba sér í kúlturinn, fara í hverfi sem sjaldnar eru heimsótt; t.d. Soho, Greenwich, Brooklyn og Queens, þar er endalaust úrval af veitingastöðum frá öllum heimshornum. Kíkja á spennandi kaffihús, listagallerí, uppstand, litlar sérverslanir og fleira sem gleður augað.
Auk þess er gaman að keyra um fylkið, sérstaklega í haustlitunum í september og október og ekki langt að fara í slökun á frábærum spa hótelum, t.d í vínhéraðinu. á Long Island.
Leiðarlýsing ferðarinnar og verð kemur upp amk. 6 mánuðum fyrir brorrför, en einnig er hægt að skipuleggja ferðina fyrir 2 manns eða fleiri.
Áhugasamir skrái sig hér.