Skaginn austan við Indland og vestan við Kína heitir Indokína. Þar eru löndin Vietnam, Kambódía og Laós, og stundum er Thailand talið með.
Við höfum farið með hóp norður Thailand, til Laos og niður Mekong fljótið, þaðan til Vietnam og Kambódíu sem var stórkostleg 3ja vikna ferð, sannkallað ævintýri fyrir öll skilningarvitin.
Stór hluti þessara landa er enn alvege ósnortinn af vestrænni menningu, aðrir luma á ekta frönsku bakaríi í þröngri götu, eða snickers súkkulaði milli núðlanna í búðarborðinu og enn aðrir hafa frábæra ferðamannaaðstöðu með góðum hótelum og veitingahúsum.
Víetnam og Kambódía hafa sérstöðu að því leiti að þar var óhugnanlegur stríðsrekstur, í 15 ár fyrir og eftir 1970, sem var mikil blóðtaka af vinnufæru fólki, arfleið og menningu. En engu að síðiur, það er stutt í velvild og bros og yndislegt að heimsækja þessi lönd sem eru svo friðsæl í dag og fólk brosleitt og rólegt.
Angkor Wat i Kambódíu, , vatnamarkaðir í Bangkok og brjálaða umferðin í Ho Chi Minh borg í Víetnam, dásamlegur matur og fallegar strendur. Allt einstakt og ógleymanlegt.
Ferðin okkar um páskana 2024 tókst með miklum ágætum og komust færri að en vildu. Hefur því verið ákveðið að fara samskonar ferð 1 -18. apríl 2025. Skoðaðu ferðalýsingu með því að smella hér.
Áhugasamir hafi samband hér
.