Fyrir mörgum er Ítalía það land í Evrópu sem flesta langar til að heimsækja. Ítalía hefur óneitanlega mikið aðdráttarafl, það er hin einstaka saga Rómverja, málverkin og stytturnar frá miðöldum, ítölsku þorpin, vínekrurnar, strandirnar og svo fjöllin og vötnin í norðri. Þær eru margar náttúruperlurnar á Ítalíu og borgirnar stútfullar af listaverkum og söfnum fyrir listunnendur.
Svo ekki sé minnst á mat ættaðan frá Ítalíu sem við elskum öll. Heimalagað pasta og pestó, pizzur, brauð og olíur og margt fleira - en mestu máli skiptir að hráefnið sé nýtt og fersk og matargerðin er einföld til að láta hráefnið njóta sín sem mest.
Við höfum farið með hóp til Sardiniu, og í ár förum við til Sikileyjar í september , þar sem matur verður í aðalhlutverki.
Ferðalýsingu fyrir Sikley má sjá hér
Áhugasamir skrái sig hér
Copyright © 2023 Stjornuferdir - All Rights Reserved.
Powered by GoDaddy