Við getum ekki farið til Argentínu fyrir minna en 2 vikur – það er langt til Argentínu auk þess sem þar er svo ótal margt að skoða. Landið teygir sig frá norðri til suðurs í um 1.400 km og þarf því að hluta að notast við innanlandsflug til að skoða fjölbreytileika landsins
Í Buenos Aires er það tangóinn, það eru að sjálfsögðu hin argentísktu gæðavín sem þarf að kynnast beint frá vínbónda, sauðfjárbúskapur á gríðarstórum bújörðum suður í Patagóniu og á ferðalaginu upplifum við ólýsanlega fagra náttúru, fjöll, sléttur, jökla og kraftmikla fossa, stundum meira að setja svolítið áþekkt og við þekkjum á Íslandi, bara á ívið stærri skala.
Leiðarlýsing ferðarinnar og verð kemur upp amk. 6 mánuðum fyrir brottför.
Áhugasamir geta skráð sig hér.