Fyrsta Explora skipið fór sína fyrstu ferð síðsumars 2023. Annað skipið verður sjósett í sumar 2024 og síðan er stefnt er á að Explora skipin verða 5 talsins árið 2028 og eru þau svo sannarlega nýr og spennandi valkostur þegar kemur að skemmtisiglingum. Skipin eru Evrópsk gæðahönnun og svisslendingar sem eru ,.a. þekktir fyrir 5* hótelrekstur, hafa komið að öllu sem varðar þjónustu. Því er aðstaðan og þjónustan í hæsta gæðaflokki og áfangarstaðirnir skipsins eru spennandi. Leitast er við að upplifun á skipunu verði annars konar en áður hefur tíðkast í skemmtisiglinum. Eigendur og hönnuðir skipanna kalla þetta "Ocean State of Mind".
Stjörnuferðir selja allar ferðir skipsins, en sérstök hópferð er fyrirhuguð haustið 2024,, þar sem siglt er suður Adríahafið frá Feneyjum til Aþenu, 8 daga ferð. Upplýsingar um ferðina má sjá hér.
Allar frekari upplýsingar um skipið sjálft og fyrirhugaðar ferðir, 2024-26, veitum við með mikilli ánægju í gegnum tölvupóst, info@stjornuferdir.is