CURACAO er ein af litlu eyjunum undan strönd Venesúela sem hafa verið kallaðar ABC – Aruba, Bonaire og Curacao.
Eyríkið fékk sjálfstjórn árið 2010 en tilheyrir þó enn Hollenska konungsdæminu og er hollenska tungumál stjórnsýslunnar. Innfæddir tala auk þess Papiamentu auk ensku og/eða spænsku.
Þar búa um 180.000 manns og búa nær allir í höfuðborginni Willemstad. Þessi litla og
litskrúðuga borg ber þess merki að Hollendingar hafa ráðið þar ríkjum, enda hafa
byggingarnar margar hverjar hollenskt yfirbragð.
Á Curacao er meðalhitinn um 25-28 °C allt árið um kring, þægilegur andvari, rignir lítið og eyjan er ekki útsett fyrir fellibyljum sem hafa gert mörgum öðrum eyjum í Karíbahafinu lífið leitt. Strendur eyjarinnar eru dásamlegar og sjórinn hreinn enda er mikið kafað og snorklað í kringum eyjuna.
(ekki innfalið í verði):
Á Curacao eru þrír 18-holu golfvellir. Aðstaðan til að spila golf er frábær allan ársins hring þar sem hitinn er alltaf þægilegur. Auðvelt er að leigja sér bíl og keyra um eyjuna.
▪ Kafað eða snorklað með skjaldbökum
▪ Hjólaferðir eða hjólaleiga
▪ Seglbrettaleiga og bátaleiga
▪ Safarí ferð um hrjóstugari hluta eyjarinnar
▪ Bátsferðir – dagstúr með mat / styttri sigling / skútuferð
▪ Neðansjávarheimur án köfunar – sérstakur bátur með glerveggjum og
gólfi, sem eru undir sjávarmáli
▪ Skoðunarferð um bæinn með leiðsögn
▪ Yoga á ströndinni
Maturinn á Curacao er ferskur, góður og mjög fjölbreyttur. Hann er undir suður-amerískum og afrískum áhrifum en einnig er hægt að velja mat eins og við þekkjum hann í Evrópu þar sem eyjan er, og hefur verið, undir miklum áhrifum frá Hollandi.
• Flug með millilendingu í Amsterdam) Icelandair og KLM
• Gisting 1 nótt í Amsterdam citizenM Schiphol Airport
eða sambærilegu
• Gisting í 10 nætur á einu besta hóteli á Curacao
Hotel Papagayo Beach Hotel, standard herbergi, möguleiki á
uppfærslu.
• Morgunverður alla daga
• Flugvallarkeyrsla
• Íslensk fararstjórn
VERÐ: 598.000 Á MANN*
*m.v. 2 saman í herbergi. Aukagjald: 170.000 fyrir einbýli.