Egyptaland er gríðarstórt um milljón ferkílómetrar, þar sem áin Níl, ein lengsta á heims, rennur sem lífæð í gegnum landið, sem annars er að stærstum hluta eyðimörk.
Faróar í forn Egyptalandi skildu eftir sig menningu og arfleið sem er meira en 6000 ára gömul. Þó er enn margt á huldu og er ýmislegt sem veldur fornleifafræðingum heilabrotum. Hofin í Luxor, Dalur konunganna og pýramídarnir í Giza eru aðeins brot af þeim gersemum sem landið hefur upp á að bjóða, en pýramídarnir í Giza eru eitt af sjö undrum veraldar.
Það búa um 100 milljónir í landinu og flestir í Kaíró og nágrenni og því þröngt setinn bekkurinn í þettbýli. Það er ævintýri líkast að heimsækja landið og kynnast menningu norður Afríku, þarna ríkir fátækt en einnig óheyrilegt ríkidæmi, en misskipting auðs er því miður víða vandamál í þriðja heiminum.
Að blanda saman menningu og slökun er oft besta ferð sem hægt er að hugsa sér. Skemmtilegt er að byrja ferðina á að er að skoða Kaíro og fornminjarnar og sigla á Níl ásamt því að skoða mannlífið. Í lokin er góð hugmynd að fara Hurghada í suður Egyptalandi sem er frábær staður til að slappa af eftir skoðunarferðir og melta allt það sem fyrir augu bar. Hurghada hefur verið byggt upp sem heilsárs ferðamannastaður, með úrval hótela og alþjóðlegra veitingahúsa og er beint flug þangað frá mörgum borgum Evrópu
Áhugasamir skrái sig hér