Króatía er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð. Strandlengjan sem liggur að Adríahafinu er að mestu hvítur sandur og hafið dásamlega fallega blátt. Við hafið liggja skemmtilegir bæir sem eru eftirsóttir sumarleyfisstaðir og völdum við bæinn Markeska, þar sem búa um 15.000 manns að staðaldri. Bærinn er þægilegur að öllu leyti, allt í göngufæri og úrval veitingahúsa og kaffihúsa. Maturinn í Króatíu er ljúffengur, og matarhefðir eru undir sterkum ítölskum áhrifum í suðri, en norðar bera uppskriftir keim af austurríkum og ungverskum matarhefðum. Ekki má gleyma hinum ljúffengum vínum, sem framleidd í suðurhluta Króatíu.
Ferðin okkar til Króatíu í ár er hreyfi- og sjálfstyrkingarferð fyrir konur, undir handleiðslu Sigrúnar Fjeldsted. Sigrún er sálfræðimenntaður markþjálfi, náms- og starfsráðgjafi, ken,nari, heilsunuddari og þjálfari og brennur fyrir að hjálpa öðrum konum . Ef þú smellir hér, getur þú lesið um betur um sérferðina okkar í ár. Ferðin er fyrir konur sem vilja finna kraftinn og undirbúa sig sem best fyrir íslenska veturinn !
Fyrir utan þessa sérferð, getum við boðið spennandi ferðir og góð kjör á góðum hótelum á svæðinu umhverfis Split, fyrir stóra og smáa hópa; fjölskyldu, vini og fyrirtæki.