• Opnunartími skrifstofu er frá 9 til 16 á virkum dögum

LÚXUS Á HAFI Þar sem aðstaða og þjónusta er í
hæsta gæðaflokki.
SENDA FYRIRSPURN

Siglingar

Nýr og skemmtilegur valkostur í skemmtiferðasiglingum

Explora Journeys

Evrópsk hönnun og smíði sem einkennist af glæsileika og fágun

EXPLORA I fór í sína fyrstu siglingu í júlí 2023 og EXPLORA II í ágúst 2024. Tvö önnur skip til viðbótar koma svo í flotann fyrir árslok 2026.

EXPLORA  skipin munu á endanum sigla um öll  heimsins höf, en eru núna aðallega með ferðir á Miðjarðarhafinu á sumrin en í Karabíska hafið á veturna, auk þess sem af og til eru boðið upp á ferðir til N- og S- Ameríku,  Íslands og Grænlands

Ferðirnar eru mislangar, allt frá 7 dögum upp í 58 daga.

Glæný skip sem endurvarpa hugmyndir um þægindi og lúxus

Svíturnar

Svíturnar eru alls 461, þar með taldar nokkrar penthouse svítur. Allar svíturnar eru með svölum og sjávarútsýni.

Eitthvað fyrir alla

Á skipinu eru fjórar sundlaugar, heilsulind, fjöldi verslana og í boði er einnig fjölbreytt afþreying við allra hæfi.

Upplifun

Í öllum ferðum er innifalið háhraðanet, aðgangur að glæsilegri aðstöðu skipsins, m.a. geta gestir notið ljúffengra veitinga á sex veitingastöðum og haft það huggulegt í fallegum setustofunum og börum skipsins. Innifalið eru allir drykkir, þar á meðal alþjóðleg eðalvín og á svítunum bíður gestanna kælt kampavín við komu.

Framúrskarandi þjónusta

Hlutfall gesta og starfsfólks er 1.25:1 og er megnið af starfsfólkinu faglært og með mikla reynslu. Mikið er lagt upp úr því að þjónustan og viðmótið verði einstakt og þar með ein af upplifununum í skipinu.

Sjálfbærni um borð

Explora Journeys hefur, í samstarfi við skipasmíðafyrirtækið Fincantieri, skuldbundið sig til að þróa öll framtíðarskip með umhverfis- og sjálfbærnismarkmiðum að leiðarljósi. Hluti af því er að tileinka sér nýjustu orkulausnir þegar þær verða aðgengilegar.

Hönnun flotans opnar möguleika á rafhlöðugeymslu og nýjustu SCR tækni sem dregur úr köfnunarefnoxíði (NOx) um 90%.

Einnota plast er ekki notað um borð né í skipulögðum ferðum í land. Þetta er skuldbinding Explora Journeys til að skilja eftir sig jákvæða upplifun fyrir innfædda og umhverfi sem er heimsótt.

Aldagömul siglingahefð og djarfar nýjungar

73

Áfangastaðir

24

Lönd

900

Farþegar

1.25

Hlutfall gesta og starfsfólks

Spennandi siglingaferðir um allan heim

Á ÍSLANDI SÉR FERÐASKRIFSTOFAN STJÖRNUFERÐIR UM BÓKANIR OG TÖKUM VIÐ MEÐ ÁNÆGJU VIÐ FYRIRSPURNUM OG BÓKUNUM Í ALLAR FERÐIR SKIPSINS INFO@STJORNUFERDIR.IS