GILDIR FRÁ OG MEÐ 1.JAN 2025
FERÐASKILMÁLAR POLARIS JOURNEYS / STJÖRNUFERÐA
Stjörnuferðir er hjáheiti ferðaskrifstofunnar Polaris Journeys kt. 5711221700, sem er með fullt ferðskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu og gildar tryggingar, sem samkvæmt lögum og reglum gilda yfir starfsemi og reksturs ferðaskrifstofa á Íslandi.
1. Við staðfesta bókun greiðist staðfestingargjald og fer upphæð sem greiðast skal á mann, eftir heildarverði ferðar. Staðfestingargjald er að öllu jöfnu óafturkræft 90 dögum fyrir brottför, en eftir það fæst ekki endurgreiðsla, nema ef Stjörnuferðir afllýsi ferðinni vegna aðstæðna sem upp geta komið.
2. Greiða þarf hópferð að fullu a.m.k. 8 vikum fyrir brottför, nema að annað sé ákveðið sérstaklega. Eftir að farþegi hefur greitt ferðina að fullu, á farþegi rétt á endurgreiðslu samkvæmt því sem kemur fram í lið 3. Hægt er að ganga frá lokauppgjöri með greiðslukortum eða bankainnleggi.
3. Farþegi sem afpantar ferð hjá Stjörnuferðum á rétt á endurgreiðslu samkvæmt eftirfarandi:
• Farþegi fær fulla endurgreiðslu afpanti hann innan við 7 dögum eftir að bókun var staðfest, en þó 60 dögum fyrir brottför
• Farþegi fær fulla endurgreiðslu sé ferð afpöntuð 8 dögum eftir að ferð var staðfest, en þó 60 dögum fyrir brottför, en Stjörnuferðir halda eftir staðfestingargjaldi
• Sé ferð afpöntuð 30-59 dögum fyrir brottför fæst endurgreitt 20% af verði, en Stjörnuferðir halda staðfestingargjaldi
• Sé ferð afpöntuð 29 dögum eða minna fyrir brottför fæst engin endurgreiðsla
• Endurgreiðsla fæst ekki ef uppkoma óviðráðanlegar aðstæður valda því að ferð sé aflýst 4 vikum eða minna áður en ferð á að hefjast. Þær aðstæður geta t.d. verið stríðsátök eða náttúrhamfarir eða metið er sem öryggi ferðamanna sé ógnað og ferð er aflýst vegna þessa. Þá er vísað í almenna tryggingaskilmála íslenskra tryggingafélaga þegar við þessar aðstæður eiga við (Force Majeure).
4. Stjörnuferðir geta ekki borið ábyrgð á ef upp koma aðstæður sem ferðaskrifstofan getur engan veginn ráðið við og getur ekki komið í veg fyrir afleiðingar sem verða vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Ef þannig aðstæður skapast, skulu Stjörnuferðir breyta eða aflýsa ferðinni án tafar og farþegum tilkynnt um það eins skjótt og auðið er. Ef breyting verður á einhverju í fyrir fram ákveðnu skipulagi ferðarinnar, skal einnig tilkynna farþegum þær breytingar tafarlaust.
5. Stjörnuferðir áskilja sér rétt á að aflýsa ferð, ef ekki nægileg þátttaka fæst í ferð. Við slíkar aðstæður eru farþegum greitt að fullu til baka innáborgun þeirra.
6. Stjörnuferðir hvetur þá sem kaupa sér ferð með Stjörnuferðum að huga vel að sínum persónulegu ferðatryggingum. Hver og einn ætti að athuga hvaða tryggingar þeirra greiðslukort bjóða upp á, því þær eru mjög mismunandi eftir því hvaða kort er um að ræða. Þegar ferðast er í löndum Evrópusambandsins, er sjálfsagt að hafa meðferðis sjúkratryggingarkort frá Tryggingastofnum sem sótt er um á vef þeirra www.sjukra.is
7. Farþegar sem ferðast með Stjörnuferðum fá í hendur flugfarseðla og nákvæma ferðalýsingu u.þ.b. 30 dögum fyrir brottför, auk gagnlegra og hagnýtra upplýsinga um hvern áfangastað. Ekki þarf staðfestingarnúmer fyrir bókunum í hópferðum, þar sem fararstjóri heldur utan um slíkt. Flugfarseðlar eru jafnframt sendir á hvern og einn.
8. Gæta skal að því að vegabréf með gildistíma lengur en 6 mánuði eftir að ferð hefst vegna þess að sum lönd krefjast þess að vegabréfi sé gilt í lengri tíma en ferðin tekur. Stjörnuferðir aðstoða við áritanir og önnur skilríki sem þarf að hafa við höndina á hverjum áfangastað.
9. Það getur komið fyrir að þjónusta gististaða sem dvalið er á er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Stjörnuferðir gera sitt besta til að leysa úr því, en ber ekki ábyrgð á þeim óvæntu aðstæðum.
10. Hreinlætismælikvarði þjóða er mismunandi og kröfur íslendinga miklar hvað varðar hreinlæti. Stjörnuferðir notast einungis við góð 4* og 5* hótel, en þrátt fyrir það getur komið upp óánægja. Farþegi skal tafarlaust hafa samband við stjórnanda hótels, finnist þeim hreinlæti gististaðar ábótavant.
11. Gestir bera ábyrgð á skemmdum á húsbúnaði og húsgögnum á meðan á dvöl þeirra stendur, og skulu greiða fyrir það við brottför.
12. Farþegar eru minntir á að þeir eru gestir því landi sem heimsótt er og skulu ávallt skal fara að lögum og reglum sem þar ríkja. Hlíta skal fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem þjónustar farþega á hverjum áfangastað og taka skal tillit til samferðarmanna sinna. Brjóti farþegi alvarlega af sér, verður viðkomandi farþegi sendur heim á eigin kostnað, án þess að eiga endurkröfutilkall til Stjörnuferða. Stjörnuferðir geta jafnframt neitað farþega um þjónustu, séu ríkar og alvarlegar ástæður fyrir hendi. Tjón sem verður af völdum gerða eða framkomu farþega í ferð með Stjörnuferðum, ber viðkomandi farþegi fulla ábyrgð á. Ef farþegi mætir ekki á réttum tíma og missir af flugi eða ferðum, hefur ekki rétt til að fá endurgreiðslu.
13. Verð eru gefin upp í íslenskum krónum. Verði umtalsverðar breytingar á íslensku krónunni gagnvart þeim gjaldmiðli í því landi sem ferðast er til og/eða verðbólga, skattar eða eldsneytiverð breytist umtalsvert þannig að það hefur áhrif á verð ferðar, áskilja Stjörnuferðir sér rétt til verðbreytinga. Með umtalsvert er átt við > 3% breyting í verðlagi sem hefur áhrif á heildarverð ferðar, sem óhjákvæmilega verða þegar forsendur auglýsts verðs breytast. Þetta ákvæði á þó afar sjaldan við.
Með því að bóka ferð með Stjörnuferðum, veitir viðskiptavinur samþykki fyrir skilmálunum hér að neðan. Í því samþykki felst að Stjörnuferðir safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við það sem lög leyfa hverju sinni.
Persónuupplýsingum eins og kennitölu og vegabréfsnúmeri er safnað við bókanir og greiðslu ferða. Það er gert til að reikningar úr bókhaldskerfi sem sendir eru til viðskiptavina séu tengdir kennitölu og við útgáfu flugmiða er oft beðið um númer á vegabréfi þegar bókað er í hóp. Til að flýta fyrir innskrift á hóteli, er oft beðið um vegabréfsnúmer. Gögnin geta einnig verið til að efla öryggi við útlendingaeftirlit og tollgæslu við landamæri í þeim löndum sem ferðast er til.
Upplýsingar eru einnig notaðar í tengslum við fríðindi til viðskiptavina Stjörnuferða og í tengslum við aðrar upplýsingar vegna ferðalaga. Þegar viðskiptavinur skráir sig í gegnum heimasíðu Stjörnuferða, er hann að samþykkja það að honum verði sent markaðsefni reglulega. Viðskiptavinir hafa þó að sjálfsögðu alltaf val um að afþakka markaðsefni frá Stjörnuferðum.
Eigandi og framkvæmdastjóri Polaris Journeys/Stjörnuferða er Hildur Gunnarsdóttir.