12 - 20. september 2025
Norður Spánn
Farið er á staði sem íslendingar hafa minna lagt leið sína til. Ferðin hefst í yndislegu Madrid, en síðan er haldið norður, m.a. til Bilbao og San Sebastian. Gist verður á óhefðbundnum hótelum, m.a. í uppgerðri höll og búgarði þar sem Rioja vín eru framleidd.

Helstu punktar
Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Þar á meðal má nefna:
- Bilbao
- San Sebastian
- Rioja vínsmökkun











Komið til Madrid, tekið á móti þeim sem koma með flugi á flugvelli, aðrir koma á hótelið miðsvæðis í Madrid, þar hittist hópurinn allur og farið verður yfir plan næstu daga.
Morgunmatur á hótelinu, brottför til Ribera del Duero. Á leiðinni forum við í vínsmökkun í Portia.
Haldið á hótel og slakað á.
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.
Gist er á Hotel-Bodega Torremilanos eða sambærilegt.
Morgunmatur á hótelinu. Síðan brottför að skoða borgina Valladolid ásamt fallegu fallegt listasafni sem þar er.
Sama gisting og sl. nótt.
Morgunmatur á hótelinu, og síðan er haldið af stað í ferð dagsins, en í dag förum við til Burgos og Bilbao.
Burgos er borg sem liggur á pílagrímsleiðinni til Santiago de Compostela og þar er að finna merkar minjar frá miðöldum. Borgin, sem var höfuðborg konungsríkis Castilla-Leon í 500 ár, er þekkt fyrir stórmerkilegan arkitektúr, en dómkirkjan í Burgos er skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
Gefinn er frjáls tími til að fá sér hádegisverð og rölta um á eigin spýtur. Eftir hádegi liggur leiðin til Bilbao.
Við skoðum Guggenheim safnið í Bilbao þar sem merkir listamenn eiga verk í dag. Safnið var hannað af bandaríska arkitektinum Frank Gehry og er staðsett á 32.500 m² lóð við Nervion ána. Á einni hlið hússins er brúin La Salve, sem er ein af aðalinngöngunum inn í borgina. Safnið samanstendur af tengdum einingum; sumar þeirra eru láréttar kalksteinsklæðningar, en aðrar eru kúptar og málmhúðaðar. Þessar einingar tengjast með glerveggjum, og byggingin sjálf vekur aðdáun ekki síður en listaverkin sem er að finna inni í byggingunni.
Þegar fer að skyggja, röltum við um gamla hluta borgarinnar. Gamla hverfið í Bilbao er oft kallað „Göturnar sjö“. Göturnar eru steinlagðar og torgin eru mýmörg, en Bilbao var mikil viðskiptaborg á árum áður, sérstaklega var hafnarsvæðið mikilvægt. Gamla hverfið er besti staðurinn til að prófa smáréttina pintxos (tapas), sem boðið er upp á í fjölmörgum börum og veitingastöðum ásamt glasi af hvítvíni einkennandi fyrir Bilbao og nágrenni, „txakolí“. Þetta verður sannkallað matarævintýri! Þrír drykkir og pintxos eru innifalin.
Gist verður á Hotel Palacio Urgoiti eða sambærilegt.
Morgunmatur á hótelinu og brottför til ferðalags til San Sebastián. San Sebastian er afar áhugaverð borg, gamla hverfið er fullt af sögu og einstaklega fallegum arkitektúr. Sameiginlegur hádegisverður þar sem basknesk matargerðarlist er í hávegum höfð. Eftir hádegi hefur hópurinn frjálsan tíma, að njótaborgarinnar og dásama útsýnið. Þegar skyggja fer, höldum við til baka á hótelið okkar í Bilbao.
Sama gisting og sl. nótt.
Morgunmatur á hótelinu og síðan er haldið til Haro. Við heimsækjum vínbúgarð og fáum góða vínsmökkun á Rioja vinum og snæðum hádegisverð saman.
Gist verður á Parador de Santo Domingo de la Calzada eða sambærilegt.
Morgunmatur á hótelinu og við höldum til baka til Madrid. Á leiðinni stoppum við og skoðum Suso klaustrið, þar sem má segja að spænska tungumálið varð til fyrir um 2000 árum. Í hugum Spánverja er klaustrið ein af merkustu arfleifðum landsins.
Þegar við komum til Madrid, förum við beint á hótelið.
Gisting á hóteli miðsvæðis í Madrid.
Morgunmatur á hótelinu og brottför í skoðunarferð um Madrid.
Leiðsögumaðurinn sýnir okkur helstu kennileiti Madrid og nálgast söguna í gegnum mismunandi tímabil. Það eru svo sannarlega fallegir minnisvarðar frá ýmsum tímum sögunnar, eins og konungshöllinni, Plaza Mayor, Puerta del Sol og konunglega pósthúsinu, sem er nú aðsetur stjórnvalda í Madrid. Gran Vía, sem er fyllt af upprunalegum byggingum, og Retiro garðurinn, sem var áður leiksvæði fyrir konungshjónin, en er nú eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar.
Frjáls tími um eftirmiðdaginn.
Sameiginlegur kveðjukvöldverður.
Gisting á sama hóteli og sl. nótt.
Morgunmatur á hótelinu
Þjónustu okkar lýkur.
VERÐ
-
Á mann m.v. tvíbýli
-
Ath. flug frá Íslandi er ekki innifalið, en við getum bókað það sé þess óskað.
Hér getur þú bókað sæti eða sent fyrirspurn
Gisting með morgunmat:
3 nætur Madrid
2 nætur Hotel-Bodega Torremilanos eða svipað
2 n Hotel Palacio Urgoiti eða svipað
1 n Parador de Santo Domingo de la Calzada eða svipað
Allur akstur í loftkældri rútu
Dagsferðir og aðgangseyrir samkvæmt leiðarlýsingu.
2 léttir hádegisverðir
2 kvöldverðir á hóteli
1 kveðjukvöldverður í Madrid

Fararstjóri:
Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf. Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir