19 - 26. sept 2025
Sannkallað ABBA ævintýri
Grikkland hefur yfir sér rómantískan blæ; sagan kallar á okkur nánast í hverju fótmáli , maturinn er ferskur og ljúffengur og fólkið vingjarnlegt og gestrisið.
Í Aþenu er vart hægt að snúa sér við án þess að rekast á stórkostlegar minjar frá þeim tíma þegar forn Grikkir voru án efa ein framsæknasta þjóð heims, en Aþena er jafnframt nútímaleg stórborg með öllu sem því fylgir.
Á landsbyggðinni er kyrrð og ró og mikil fegurð, og einstaklega gaman að upplifa þá hlið Grikklands; Grikkland eins og það er í dag, en með fornsögulegar minjar hvert sem litið er.
Og síðast en ekki síst eru það allar yndislegu eyjarnar sem við sem við höfum svo oft séð í tímaritum og kvikmyndum; hvítkölkuð húsin sem bera við fagurbláan himinn og kóbaltblátt hafið. Þessi sjón ein og sér örvar hjartsláttinn.













Mama Mia
í þessari ferð ætlum við að heimsækja eyjarnar sem kvikmyndin Mama Mia var tekin upp, Skopilos og Skiathos. Það verður stuð og stemmning þegar við tökum öll helstu ABBA lögin í þessu ferðalagi.
19. – 26. september
Beint flug með Play til Aþenu, rölt um Plaka-hverfið um kvöldið og kvöldmatur að eigin vali. Gist á Hótel Divani.
Flug til Skiathos-eyju og síðan er siglt til Skopelos. Slakað á við sundlaugina eða gengið niður á næstu strönd (um 1 km). Jafnvel liðka raddböndin og rifja upp nokkur gömul og góð ABBA-lög! Gist á Skopelos Holidays Hotel and Spa.
Heill dagur til heiðurs Mamma Mia kvikmyndinni. Lagt verður af stað kl. 09:00 og keyrt að John’s Chapel. Þeir sem eru til í að ganga upp 199 þrepin að kirkjunni fá tækifæri til þess, aðrir fá sér kaffi og njóta útsýnisins. Eftir þetta verður farið og skoðað ólífuræktun og framleiðslu á ólífuolíu hjá bónda í nágrenninu – Antonio.
Næsta stopp er Kastani-ströndin, sem einnig var tökustaður myndarinnar. Síðasta stopp er við Agnostas-ströndina, og þeir sem vilja geta tekið sundsprett í kristaltærum sjónum. Síðan er snæddur seinbúinn sameiginlegur hádegisverður. Reiknað er með að komið sé til baka á hótelið um kl. 15:00–16:00 og frjáls tími eftir það. Sama gisting og síðustu nótt.
Frjáls dagur.
Tekinn er bátur til Skiathos og þaðan með flugi til baka til Aþenu. Gist á Hotel Capital.
Heill dagur fer í að skoða helstu kennileiti Aþenu. Í borginni er varla hægt að snúa sér við án þess að rekast á stórkostlegar minjar frá því þegar Grikkland til forna var ein framsæknasta þjóð heims. En Aþena er jafnframt nútímaleg stórborg með öllu því sem því fylgir.
Við skoðum m.a. Akropolis-hæð og safnið sem tilheyrir þeim fornfræga stað. Við reynum að hitta á vaktaskipti varðanna á Syntagma-torginu, sjáum Parthenon-hofið og fleiri forn og tíguleg hof, þinghúsið, Þjóðarbókasafnið og minnisvarða hins óþekkta hermanns.
Síðdeginu getur hópurinn varið að vild, og mælt er með að fara í Plaka-hverfið og borða kvöldverð á einhverju af þeim fjölmörgu veitingahúsum í hverfinu, þar sem fæst yfirleitt ljúffengur grískur matur eins og hann gerist bestur. Sama gisting og síðustu nótt.
Siglt til eyjunnar Hydra. Eyjan er uppáhaldseyja þotuliðsins í Aþenu. Gömlu fallegu steinhúsin og stærri aðsetur höfðingja bera þögult vitni um langa og róstursama sögu eyjarinnar. Frá þilfari skipsins, þegar siglt er að eyjunni, sést vel sérstakur arkitektúr bygginganna og mikilfenglegt landslagið.
Þið hafið nægan tíma til að upplifa andrúmsloftið á eyjunni, sem eitt sinn var notuð sem öruggt virki gegn sjóræningjum á Saronic-flóa. Það er gaman að rölta um þröng strætin eða nota hinn einkennandi fararskjóta, asnann, þar sem bílar eru ekki leyfilegir á Hydra nema með undanþágu! Gangið meðfram gömlu göngugötunni við tæran sjóinn og heimsækið dásamlegar handverksbúðir og drekkið í ykkur menningu eyjarinnar.
Við höldum svo til baka til Aþenu, og um kvöldið verður sameiginleg máltíð undir grískum dansi og fjöri. Sama gisting og síðustu nótt.
Heimferð, beint flug með Play.
Mama Mia
19 - 26. September 2025-
Á mann m.v. tvíbýli
-
kr. 68.000 aukalega fyrir einbýli
Hér getur þú bókað sæti eða sent fyrirspurn
Flug til Aþenu
Flug til Skiatos og bátur til Skopilos eyju – og aftur til baka til Aþenu
Mama mia skoðunarferð, stuð og söngur
Helstu kennileiti Aþenu, Skoðunarferðir og aðgangseyrir
Bátsferð til Hydra eyju
Morgunverður alla daga
1 kvöldverður
1 hádegisverður
Gististaðir

Skopelos Holidays Hotel & Spa
Fimm stjörnu hótel þar sem gist er í þrjár nætur í ferð okkar til Izmir.
Golf
Í framhaldi af Mama Mia ferðinni, er stefnan sett á frábæran golfvöll á Costa Navarino. Hægt er að fara í aðra hvora ferðina eða báðar.
26.september – 3.október

Hér getur þú bókað sæti eða sent fyrirspurn
Beint flug með Play ásamt 23 kg. tösku + golfsett
Flugvallarkeyrsla
Keyrsla til Costa Navarino (280 km)
1 nótt á Hotel Capitol
6 nætur á 5* W Hotel Costa Navaroni
1 kvöldverður
Morgunverður og hádegisverður alla daga
Fararstjóri: Eyjólfur Kristjánsson
Aðgangur að golfvelli né annar kostnaður vegna golfiðkunnar.

Fararstjóri:
Ingibjörg Lárusdóttir
Ingibjörg Lárusdóttir er fararstjóri, en hún er mikill söngfugl – og talar grísku eins og innfædd.
Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf. Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir