8-15. maí & 22-29. sept 2025

Upplifðu draumaferðina

Heilsuferð fyrir konur til Króatíu sem á sér enga líka!​

Ertu tilbúin að koma með í ógleymanlega ferð þar sem hreyfing, sjálfstyrking og vellíðan sameinast í draumaumhverfi Króatíu? Ef þú elskar að stunda hreyfingu og þráir tíma til þess að rækta sjálfa þig andlega og líkamlega þá er þessi ferð fyrir þig.

Hvað gerir ferðina sérstaka?
Undir leiðsögn Sigrún Fjeldsted þjálfara, ráðgjafa, kennara og markþjálfa leggjum við áherslu á að styrkja bæði andlega og líkamlega heilsu með fjölbreyttri dagskrá sem er hönnuð fyrir konur sem eru nú þegar virkar í hreyfingu.

  • Dagleg styrktarþjálfun, nokkrar hlaupa/gönguferðir og ein ævintýraleg hjólaferð meðfram riveríunni.
  • Uppgötvar kraftinn sem í þér býr með daglegri hreyfingu og fyrirlestrum og vinnustofum um sjálfstyrkingu og heilbrigðan lífsstíl.
  • Vinnuhefti með fræðslu og sjálfsskoðun sem leiðir til betri heilsu.
 

Ekki missa af þessu tækifæri!
Ferðin í fyrra seldist hratt upp og færri komust að en vildu. Þetta er ferð sem veitir þér rými til að styrkja þig í einstöku umhverfi með konum sem deila sömu ástríðu og þú.

Tryggðu þér pláss strax og vertu með í þessari einstöku upplifun!
Króatía bíður eftir þér – ert þú tilbúin að stökkva?

Sigrún Fjeldsted

Markmið ferðarinnar

Markmiðið er að skapa rými fyrir konur til að finna kraftinn sem í þeim býr. Þetta verður gert í gegnum daglega hreyfingu og sjálfsstyrkingu undir handleiðslu Sigrúnar Fjeldsted.

Æfingarnar henta öllum sem eru í ágætri þjálfun, en unnið verður með fjölbreyttar styrktaræfingar til að auka brennslu. Göngu- og/eða hlaupaferðir verða hluti af dagskránni, þar sem allir fá áskoranir við sitt hæfi. Auk þess verður stuðst við góðar hreyfiteygjur og slökun.

Samhliða hreyfingunni verður unnið með sjálfsstyrkingu, heilsusamlegar lífsvenjur og markmiðasetningu. Frjáls tími er einnig hluti af dagskránni, þar sem það er hægt að slaka á, njóta góðs félagsskapar og hlaða orkuna fyrir framtíðina.

Ferðin er tilvalin fyrir þær konur sem vilja vera sínu í besta formi í sumar!

Helstu punktar

Við heimsækjum marga áhugaverða staði á meðan ferðinni stendur. Þar má nefna:

Hótel

Hótel Aminess Khalani

Fallegt 5-stjörnu hótel við ströndina

Þetta dásamlega hótel býður upp á ótrúlegt útsýni yfir hafið. Herbergin eru smekklega innréttuð með einfaldleika í fyrirrúmi, en þar sem saman kemur hlýja og notaleg stemning.

Ströndin liggur örfáa metra frá hótelinu, og í nágrenninu eru fleiri fagrar strendur með hvítum sandi og fagurbláum, hreinum sjó. Hótelið er í göngufjarlægð frá miðbæ Markeska og nálægt ósnortinni náttúru, sem gerir það tilvalið fyrir þá sem vilja njóta bæði borgarlífs og náttúrunnar.

VERÐ

kr 279.000
  • Á mann m.v. tvíbýli
  • kr. 65.000 aukalega fyrir einbýli
  • Staðfestingargjald: 70.000 kr sem er óendurkræft nema ef hætt er við ferðina.

Hér getur þú bókað sæti eða sent fyrirspurn

Beint flug með Play til Split, 20 kg. taska + lítil handtaska.

Akstur til og frá flugvelli.

7 nætur á 5* Amines Khalini hotel.

Ríkulegur morgunmatur alla daga.

Dagleg markviss þjálfun og slökun.

Á svæðinu er úrval afþreyingar og getur hver og einn bókað eftir eigin hentisemi. Sem dæmi má nefna:

Kajak

Paddleboard

River Rafting

Fjallganga

Og fleira…

Hver er Sigrún Fjeldsted?

Sigrún er fyrrverandi afreksíþróttakona með mikla ástríðu fyrir heilbrigðum lífsstíl. Hún er sálfræðimenntaður markþjálfi, náms- og starfsráðgjafi, kennari, heilsunuddari og þjálfari. Sigrún brennur fyrir því að hjálpa öðrum konum að ná árangri og velferð, bæði andlega og líkamlega.

Með áhuga sem spannar andlega og líkamlega heilsu hefur Sigrún starfað við þjálfun, fræðslu, kennslu og ráðgjöf. Hægt er að fylgjast með henni á Instagram-síðunni @andlegoglikamlegheilsa.

Sigrún leggur áherslu á góða og markvissa hreyfidagskrá ásamt tíma fyrir slökun og sjálfsstyrkingu, til að stuðla að jafnvægi og velmegun.

  Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf.  Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir