17-29. Desember 2025

Upplifðu draumaferðina

Falin perla í Karabíska hafinu

CURACAO er ein af litlu eyjunum undan strönd Venesúela, sem hafa verið kallaðar ABC – Aruba, Bonaire og Curacao. Eyríkið fékk sjálfstjórn árið 2010 en tilheyrir þó enn Hollenska konungdæminu og er hollenska tungumál stjórnsýslunnar. Innfæddir tala auk þess Papiamentu og margir tala að auki ensku og/eða spænsku.

Þarna búa um 180.000 manns, og nær allir búa í höfuðborginni Willemstad. Þessi litla og litskrúðuga borg ber þess merki að Hollendingar hafa ráðið þar ríkjum, enda hafa byggingarnar margar hverjar mjög hollenskt yfirbragð.

Á Curacao er meðalhitinn um 25-28 °C allt árið um kring. Þar er þægilegur andvari, rignir lítið og eyjan er ekki útsett fyrir fellibyljum sem hafa gert mörgum öðrum eyjum í Karíbahafinu lífið leitt.

Strendur eyjarinnar eru dásamlegar og sjórinn hreinn, enda er mikið kafað og snorklað í kringum eyjuna.

Maturinn á Curacao er ferskur, góður og mjög fjölbreyttur. Hann er undir suðuramerískum og afrískum áhrifum, en einnig er hægt að velja mat eins og við þekkjum hann í Evrópu, þar sem eyjan hefur verið undir miklum áhrifum frá Hollandi.

Hótel

Hotel Papagayo Beach Hotel

Papagayo Beach Hotel & Resort er lúxusáfangastaður í Karíbahafinu, staðsettur við Jan Thiel ströndina á Curacao. Eiginleikarnir sem standa upp úr eru meðal annars:

  • Frábær staðsetning. Hótelið er staðsett við Jan Thiel ströndina, einn vinsælasta stað Curacao.
  • Aðstaða: Óendanleg saltvatnslaug, glæsilegur strandklúbbur, heilsulind, líkamsræktarstöð og Diamond Beach spilavítið.
  • Veitingastaðir og afþreying: Fjölbreytt úrval af börum og veitingastöðum ásamt verslunum og afþreyingu í Papagayo Beach Plaza.
  • Afþreying: Köfun, vatnaíþróttir og þjónusta sem leggur áherslu á afslöppun.
  • Sjálfbærni: Áhersla á sjálfbæra lúxusupplifun og vistvænar lausnir.

Papagayo hentar bæði þeim sem vilja slaka á og þeim sem leita ævintýra, sem gerir það að fullkomnum áfangastað fyrir kröfuharða ferðamenn.

VERÐ

kr 730.000
  • Á mann m.v. tvíbýli

Hér getur þú bókað sæti eða sent fyrirspurn

  • Flug með millilendingu í Amsterdam (Icelandair og KLM)
  • Gisting 1 nótt í Amsterdam á citizenM Schiphol Airport eða sambærilegu
  • Gisting í 10 nætur á einu besta hóteli á Curacao: Hotel Papagayo Beach Hotel, standard herbergi (möguleiki á uppfærslu)
  • Morgunverður alla daga
  • Flugvallarkeyrsla
  • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið í verði:

  • Þrír 18-holu golfvellir með frábærri aðstöðu allan ársins hring.
  • Bílaleiga til að keyra um eyjuna.
  • Köfun eða snorklun með skjaldbökum.
  • Hjólaferðir eða hjólaleiga.
  • Seglbrettaleiga og bátaleiga.
  • Safaríferð um hrjóstugri hluta eyjarinnar.
  • Bátsferðir – dagstúr með mat, styttri sigling eða skútuferð.
  • Neðansjávarheimur án köfunar – sérstakur bátur með glerveggjum og gólfi undir sjávarmáli.
  • Skoðunarferð um bæinn með leiðsögn.
  • Jóga á ströndinni.

Fararstjóri:

  Stjörnuferðir starfa undir leyfum og tryggingum Polaris journeys ehf.  Eigandi og framkvæmdastjóri er Hildur Gunnarsdóttir